Já.is

Símaskráin

Hér finnur þú Símaskrána 2015

Á höfuðborgarsvæðinu:

  • Á afgreiðslustöðvum Póstsins.
  • Í verslunum Símans.
  • Á skrifstofu Já, Álfheimum 74, Glæsibæ, og Stórhöfða 33.

Á landsbyggðinni:

  • Á afgreiðslustöðvum Póstsins.
  • Í verslunun Símans á Akureyri.

Símaskráin 2015

Þau Lilja Hallbjörnsdóttir, Þjónustustjóri Já, Þröstur Friðþjófsson, frá Félagi heyrnarlausra, og Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já skoða fyrstu eintök Símaskrárinnar og spreyta sig á táknmáli.

Símaskráin 2015 er komin í dreifingu en að þessu sinni er útgáfa hennar í samstarfi við Félag heyrnarlausra. Meginmarkmið samstarfsins er að kynna og vekja athygli á táknmáli fyrir Íslendinga.

Símaskráin inniheldur fræðsluefni um Félag heyrnarlausra en félagið heldur upp á 55 ára starfsafmæli í ár. Í Símaskránni er að finna fræðslukafla sem inniheldur upplýsingar um sögu félagsins og  algengustu tákn á táknmáli jafnframt má finna táknmálstákn víðsvegar í skránni. 

Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já segir: ,,Það er von Já að notendur Símaskrárinnar læri fáein tákn á táknmáli en það getur gert gæfumuninn í samskiptum við heyrnarlausa”.

Símaskráin hefur komið út frá árinu 1905 og í ár er forsíða  hennar tileinkuð vissum kaflaskiptum hjá Já en þann 1. maí síðastliðinn tók símanúmerið 1818 formlega við af 118 fyrir miðlun upplýsinga um þjónustu og símanúmer. Um er að ræða þrjár útgáfur af forsíðu sem prýða tvíbura á mismunandi aldri sem endurspeglar tvenndina í símanúmerinu 1818. Þjónustufulltrúar munu áfram veita sömu þjónustuna í númerinu 1818, allan sólarhringinn, líkt og fyrir númerabreytingu.