911 Bílaþjónustan

911 Bílaþjónustan

Bifreiðaverkstæði

Mán - fim 08:00 - 17:00
Föstudagur 08:00 - 15:00
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Flottir strákar sem kunna sitt fag

Ef þér er annt um Porsche'inn þinn þá eru þetta réttu mennirnir til að annast hann. :-)

- Magnus Jonsson

Sjá öll ummæli (4)
Samfélagsmiðlar
Kennitala 580815-0490
VSK Númer 121237
Vegvísun
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
Upplýsingar

Þjónustum allar bíltegundir. Sérhæfum okkur í Porsche.

911 Bílaþjónustan sérhæfir sig í þjónustu á Porsche en býr einnig að mikilli reynslu hvað varðar BMW, Audi, Land Rover, VW, Skoda, Renault, Hyundai og Chevrolet. Bræðurnir Guðjón Óskar og Rúnar Karl Kristjánssynir eru eigendur fyrirtækisins.

Vinna hratt og vel

Við leggjum áherslu á vinna hlutina hratt og vel. Við bjóðum varahluti í Porsche á sanngjörnu verði og leggjum mikið upp úr að bjóða upp á gæðaþjónustu. Verkstæðið er vel tækjum búið til þess að taka á öllum viðgerðum hvort sem það er tölvutengt eða almennar viðgerðir.

Mikil þekking og reynsla innan fyrirtækisins

Bræðurnir stofnuðu fyrirtækið í ágúst í fyrra og er það til húsa á Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði með aðkomu frá Fornubúð. Þeir eru báðir með mikla reynslu á sviði Porsche-bifreiða og þeir hafa sótt mörg námskeið erlendis í viðgerðum Porsche og hafa starfað lengi við viðgerðir á lúxusbíltegundinni.

Nafnið kemur frá flaggskipi Porsche

Nafnið á fyrirtækinu kemur frá flaggskipi Porsche, 911 Porsche-tegundinni, enda liggur okkar sérhæfing í Porsche. Hægt er að finna okkur á Facebook undir 911 bílaþjónustan eða bara hringja í okkur. Við erum í síma 587-0911.

 

 

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt