Úrval -gæði - þjónusta eru einkunnarorð okkar

Amma mús - handavinnuhús - Alhliða hannyrðaverslun

Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Kennitala: 560269-6929

Lokað | Opnar 10:00

Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Amma mús - handavinnuhús

- Alhliða hannyrðaverslun

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 10:00

Upplýsingar

Amma mús er nútíma hannyrðaverslun með gamla laginu.

Hvað er nú átt við með því? 

Þegar ég, Hildur Guðnadóttir eigandi fyrirtækisins, var lítil og kom inn í hannyrðabúðir var þar mikil ævintýraveröld sem blasti við. Allt fullt upp í rjáfur og allt til sem hugurinn girndist. Mig langaði til að skapa nútíma hannyrðaverslun sem seldi bæði útsaum og prjónagarn auk alls þess sem því fylgir.

Svo var það þetta með nafnið, hvað skyldi búðin heita?

Ég var búin að fara í gegnum allskonar nöfn í huganum sem tengdust ull en var ekki sátt. Svo var það eitt dimmt og kalt kvöld í febrúar að ég var að keyra heim og þá kom þetta til mín eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég átti von á mínu fyrsta barnabarni og börnin mín höfðu kallað mig „mömmu litlu eða mömmu mús“ eftir að þau uxu mér yfir höfuð. Ég hlaut því að fá nýtt nafn með barnabarninu og þar með var það komið.

Í dag erum við til húsa í Fákafeni 9, Reykjavík ásamt því að vera með vefverslun, www.ammamus.is. Við hlökkum til á hverjum degi að taka vel á móti þeim sem til okkar sækja. Vertu velkomin/n

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt