Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík
Kennitala: 430169-2709
430169-2709
Ásbjörn Ólafsson efh. var stofnað árið 1937 og í dag starfar hjá fyrirtækinu samhentur hópur tæplega 30 starfsmanna með fjölbreytta reynslu og ólíkan bakgrunn. Ásbjörn leitast við að veita fyrsta flokks þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruúrvali, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir fjölmörg vel þekkt vörumerki. Markmiðið er að bjóða uppá vörur, hugmyndir og lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins sem henta þeirra þörfum. Vöruvalið okkar er mjög vítt en boðið er uppá búsáhöld og gjafavöru til smásölu og fyrir stóreldhús. Einnig er þar að finna hágæða vinnufatnað og -skó, ásamt hestavörum.
Lager og skrifstofa Ásbjörns er staðsett við Köllunarklettsveg 6 í Reykjavík, en ásamt söludeildum og starfsfólki vöruhúss er þar staðsett starfsfólk innkaupadeildar, fjármáladeildar og markaðs- og þjónustudeildar.
Ásbjörn Ólafsson ehf. er hluti af Heimilistækja fjölskyldunni.