B Sturluson ehf - sala og flutningar
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Þjónusta

Metnaðarfull og persónuleg þjónusta.

- Svanhvít Pétursdóttir

Sjá öll ummæli (1)
- Arnar Geir
- Böðvar
- Davíð
Upplýsingar

B.Sturluson er alhliða fyrirtæki í vöruflutningum og er í samstarfi við Eimskip-Flytjanda og Landflutninga-Samskip. Með því samstarfi hefur fyrirtækið góðan aðgang að dreifikerfi þeirra allt í kringum landið.

B.Sturluson rekur í Stykkishólmi vöruafgreiðslu á Nesvegi 13 og er með daglegar áætlunarferðir á milli Stykkishólms og Reykjavíkur.

B.Sturluson býður upp á allar gerðir flutninga. Hvort sem það er flutningur á vörum, ferskum fiski, gámum, búslóðum, vinnuvélum, byggingarefnum og fleiru.  

Einnig selur fyrirtækið hjólbarða undir vörubíla, vagna, rútur, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Um er að ræða bæði nýja hjólbarða sem og sólaða hjólbarða frá hinu þekkta vörumerki BOSS. Það vörumerki er eitt það stærsta í Skandinavíu í sóluðum hjólbörðum fyrir atvinnutæki en BOSS er framleitt af Colmec AB í Norrköping í Svíþjóð. 

B.Sturluson er umboðsaðili á Íslandi fyrir Colmec AB en fyrirtækið er með mikla starfssemi um alla Skandinavíu sem og í Póllandi.
Auk þess selur B. Sturluson hjólbarða frá Dunlop, Michelin, Primewell sem og öðrum framleiðendum.

Eigandi fyrirtækisins er Böðvar Sturluson löggiltur bílasali og fyrrum flutninga- og vinnuvélastjóri og sölumaður hjólbarða. Áralöng reynsla hans af akstri vörubíla og stjórnun vinnuvéla gerir honum kleift að greina þarfir viðskiptavina fyrirtækisins hratt og vel.

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt