Pétur Kristján Þorgrímsson Íslensk-Bandaríska ehf (ÍSBAND)

Lokað

Pétur Kristján Þorgrímsson

Íslensk-Bandaríska ehf (ÍSBAND)

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað

Upplýsingasíða

Íslensk Bandaríska

Íslensk-Bandaríska

Þverholti 6, 270 Mosfellsbæ

Sími: 590 2300

Netfang: isband@isband.is

kt. 6204983439 · vsknr. 57964

Íslensk-Bandaríska ehf eða ÍSBAND eins og fyrirtækið er daglega kallað var stofnað 1998 af Októ Þorgrímssyni utan um innflutning á notuðum bílum frá Bandaríkjunum. Fljótlega þróaðst reksturinn í að flytja einnig inn nýja bíla og ferðavagna.

ÍSBAND hefur verið öflugt í innflutningi á bílum frá Jeep, Ram og Dodge og hefur Jeep Grand Cherokee verið einn vinsælasti jeppi landsins þrátt fyrir að ekki hafi verið umboð fyrir tegundina í fjölda ára, fyrr en nú. Sama má segja um Ram pallbílana.

Það var í byrjun árs 2016 að Fiat Chrysler í Evrópu og Bandaríkjunum valdi ÍSBAND til að vera dreifingaraðila sinn á Íslandi . Í byrjun árs 2017 opnaði ÍSBAND nýjan og endurbættan sýningarsal í Þverholtinu. Þar hafði systurfyrirækið 100.bilar sem selur notaða bíla líka verið til húsa en 100 bílar fluttu í Stekkjarbakka 5 við hliðina á Garðheimum í Mjódd í ágúst 2016.

Þjónustuverkstæði og varahlutaverslun er á Smiðshöfða 5 en þar er mikil lofthæð til að geta sinnt vel stórum bílum eins og húsbílum, atvinnubílum og pallbílum. Við sinnum öllum almennum viðgerðum á öllum tegundum bíla enda eru starfsmenn okkar með áratuga reynslu frá öðrum bifreiðaumboðum.