Bílanaust
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Alltaf gott að koma i bilanaust

- Áki Már Aðalsteinsson

Sjá öll ummæli (2)
Samfélagsmiðlar
Kennitala 411112-0390
VSK Númer 112591
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
Um Bílanaust

Bílavörur síðan 1962

Stefna Bílanausts er að vera leiðandi fyrirtæki á innanlandsmarkaði á sviði varahluta og bílatengdra vara. Bílanaust býr yfir landsins mesta úrvali varahluta og rekur stærstu bílavöruverslun landsins ásamt því að bjóða upp á vörulínur sem henta iðnfyrirtækjum vel. Fyrirtækið byggir á traustum grunni sem rekja má aftur til ársins 1962 þegar Matthías Helgason stofnaði Bílanaust.


Öflug þjónusta um allt land

Bílanaust rekur sex verslanir. Stærsta verslunin er á Dvergshöfða í Reykjavík en einnig eru verslanir í  Hafnarfirði, Keflavík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Jafnframt rekur fyrirtækið öfluga söludeild og fyrirtækjaþjónustu með reynslumiklum sölumönnum og vörumerkjastjórum.


Gæði á góðu verði

Bílanaust kappkostar að bjóða vörur frá leiðandi birgjum á samkeppnishæfu verði. Sem dæmi um þekkt vörumerki sem Bílanaust dreifir eru Bosch, Varta, Glasurit, Nipparts, ABS, Hella, NGK, Förch, FRAM, Osram, Turtle Wax og Mothers.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt