Bílasalan bíll.is

Auglýsing

Stjörnur
Nýjustu ummælin

Bílakaup

Ég keypti bíl (Toyota Landcruiser) á Bill.is. Seljandinn er sölumaður hjá Bill.is. Hann sagði bílinn vera í fínu lagi, nýjar bremsur, nýtt þetta og hitt, semsagt bíll í fínu standi. Við hjónin fórum strax í útilegu og viti menn, olíutankurinn var svo hriplekur að það var hægt að rekja slóðina okkar upp í Þjórsádal. Ég hugsaði með mér að þetta væri nokkuð gamall bíll(1997) og það mætti svo sem reikna með einhverjum bilunum og skipti um tankinn á eigin kostnað(40.000). Skömmu seinna fer ég að finna titring í bremsunum og set bílinn á lyftu. Þá kemur í ljós að "nýju bremsurnar" eiga bara við bremsuklossa.....ekki bremsudiska sem voru gjörsamlega handónýtir og í raun hættulega slitnir, ekkert heiðarlegt bílaverkstæði hefði látið svona fara frá sér athugasemdalaust auk þess sem bremsuklossarnir vor settir vitlaust í. Nú var ég ekki alveg sáttur en þar sem ég er einstaklega rólegur maður þá ákvað ég að hugsa málið vel áður en ég setti mig í samband við bílasölumanninn. Þarna fóru tæpar 20.000 krónur til viðbótar úr veskiu mínu. Svo fer ég í ferð í Kerlingafjöll með nokkrum félögum mínum og fer þá að heyra skrýtin hljóð í sjálfskiptingunni, svo það var ákveðið um leið og ég kom í bæinn að skipta um olíu og síu í skiptingunni. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að rífa skiptinguna í spað og gera við hana og kom þá í ljós að þessi skipting var úr öðrum bíl og mikið var um hvers kyns drullumix í kring um hana. Ég setti mig í samband við bílasöluna og bað um að seljandinn myndi koma til móts við mig varðandi kostnaðinn, er mér þá sagt að hann hafði tekið þennan bíl upp í annan og ekkert skoðað hann, bara sett hann strax á sölu. Ég velti því fyrir mér hvernig hann gæti þá fullyrt að bíllinn væri í fínu lagi og hvernig er þá með aðra bíla sem svona sölumenn eru að selja. Í stuttu máli vill Bill.is ekkert við mig ræða og segir að ég geti sjálfum mér um kennt........

- Jón Sigurjónsson

Sjá öll ummæli (2)
- Netfang
- Veffang