Laugavegi 174, 105 Reykjavík

Stjörnur og ummæli

Um okkur

 


Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um val á auglýsingabirtingum með það að markmiði að hámarka nýtingu auglýsingafjár.
Gerð birtingaáætlana er í eðli sínu hagræn – en fyrir okkur er starfið svo miklu meira. Enda trúum við því að hámarks árangur náist ekki nema til komi innsæi og skilningur á virkni fjölmiðla. Okkur er treyst fyrir birtingum fyrir yfir 200 vörumerki, þar á meðal mörg elstu og virtustu vörumerki landsins.

 

Þjónusta

Þjónusta Birtingahússins miðar að því að hámarka nýtingu auglýsingafjár viðskiptavina sinna.Lykillinn að árangri okkar felst í skilningi á þörfum auglýsenda, þekkingu á virkni fjölmiðla, færni í samningum og skilvirkri framkvæmd.Þjónusta okkar byggir á faglegri ráðgjöf um æskilegt auglýsingaáreiti, nákvæmum birtingaáætlunum, gerð samninga við fjölmiðla og fjárhagslegu utanumhaldi.Við leggjum mikla áherslu á ábyrgð og rekjanleika ásamt stöðugri upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Í þágu auglýsenda

Birtingahúsið ehf. var stofnað 1. desember árið 2000 að tilstuðlan nokkurra stærstu auglýsenda landsins með það að markmiði að auka fagmennsku við gerð birtingaáætlana. Birtingahúsið var fyrsta ráðgjafafyrirtækið á Íslandi til að sérhæfa sig í gerð birtingaáætlana og er enn í dag eina slíka fyrirtækið sem er óháð framleiðendum auglýsinga.

Fræði í framkvæmd

Kjörorð Birtingahússins, “Fræði í framkvæmd”, endurspeglast í þeim lausnum sem við bjóðum. Við höfum allt frá upphafi lagt áherslu á miðlun þekkingar um markaðsmál til auglýsenda í þeim tilgangi að auðvelda faglega ákvarðanatöku við fjárfestingar í auglýsingabirtingum.

Í því augnamiði höldum við m.a. reglulega fagfundi með auglýsendum og stöndum fyrir námstefnum með þekktum erlendum fyrirlesurum í samstarfi við Samtök auglýsenda (www.sau.is).

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt