Í hjarta borgarinnar

Center Hotel Laugavegur

Laugavegi 95-99, 101 Reykjavík

Kennitala: 450905-1430

VSK Númer: 96931

Laugavegi 95-99, 101 Reykjavík

Center Hotel Laugavegur

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

CENTERHOTELS

 

Um CenterHotels:

CenterHotels bjóða uppá sex hótel í miðbæ Reykjavíkur; Skjaldbreið, Klöpp, Arnarhvoll, Þingholt, Plaza og Miðgarð og eru öll staðsett í hjarta Reykjavíkur og eru því í göngufæri frá helstu og merkustu stöðum borgarinnar. Hótelin eru öll 3ja - 4ra stjörnu hótel og hafa ætíð hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi og bjóða gestum sínum einungis upp á það besta fáanlega hverju sinni þar sem fagmennska er höfð í fyrirrúmi.

Hótel Skjaldbreið - 4 stjörnur
Sími: +354 595 8510 
Fax:  +354 595 8511
Hótel Skjaldbreið er 4 stjörnu hótel á Laugavegi 16 sem er aðal verslunargata Reykjavíkur.
Á hótelinu eru 33 herbergi öll með sér baðherbergi, gervihnattasjónvarpi, síma og háhraða internet tengingu. Á þriðju hæð hótelsins er boðið upp á morgunverðahlaðborð alla daga mili 7 og 10 í setustofunni sem er einkar glæsileg.

Hótel Klöpp - 3 stjörnur
Sími: +354 595 8520
Fax:  +354 595 8521
Hótel Klöpp á Klappastíg 26 býður upp á 46 notaleg herbergi, öll með viðargólfi, sér baðherbergi, gervihnatta sjónvarpi, háhraða internettengingu og nánast öllu öðru sem fyrsta flokks hótel bjóða upp á. Frá herbergjum á efstu hæðum hótelsins er afar fallegt útsýni yfir sjóinn og nálæg fjöll. 

 

Hótel Þingholt - 4 stjörnur
Sími: +354 595 8530
Fax:  +354 5958531
Hótel Þingholt opnaði í desember 2006 og er staðsett á Þingholtsstræti 5. Hótel Þingholt er einkar glæsilegt hótel með mikla áherslu á nútíma hönnun þar sem efni úr íslenskri náttúru og litir eru mikið notuð. Hótel Þingholt er með alls  52 herbergi sem öll hafa sér baðherbergi, hárþurrku, síma, mini bar, háhraða internettengingu og gervihnattasjónvarp. Spa og líkamsræktarstöð er á Hótel Þingholti. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður; Ísafold Restaurant þar sem borinn er fram dýrindis matur úr fersku hráefni. úrval af drykkjum er að finna á barnum en sérhæfing Ísafoldar eru góðir kokteilar og glæsilegt úrvar af viskí. Ísafold er opið alla daga til miðnættis og er Happy Hour i boði frá 16:00 - 18:00 alla daga vikunnar.

Hótel Arnarhvoll - 3 stjörnur
Sími: +354 595 8540
Fax:  +354 595 8541
Hótel Arnarhvoll opnaði sumarið 2007 í Ingólfsstræti 1 og er einkar glæsilegt hótel með stórfenglegt útsýni frá herbergjum þess.  Alls eru 104 herbergi sem öll hafa sér baðherbergi, háhraða internettengingu, gervihnattasjónvarp, mini-bar og flest annað sem fyrsta flokks hótel bjóða upp á.
Á efstu hæð hótelsins er veitingastaðurinn SKÝ sem er opinn alla daga frá 11:30 til miðnættis.  Happy hour er að finna þar sömuleiðis alla daga frá 16:00 - 18:00.  Á SKÝ er boðið upp á gott úrval kokteila, vína sem og léttra rétta ásamt dásamlegu útsýni.

Hótel Plaza - 3 stjörnur

Sími: +354 595 8550
Fax:  +354 595 8551
Hótel Plaza er staðsett í elsta hluta Reykjavíkur við Ingólfstorg. Hótelið er 3ja stjörnu og hentar einkar vel fyrir viðskipta- og skemmtiferðir.
Á hótelinu eru 200 herbergi öll með sér baðherbergi, gervihnattasjónvarpi, síma og háhraða internet tengingu. Einnig eru sérlega vel útbúnir fundarsalir í boði og salirnir rúma allt frá 8 til 160 manns. Happy hour er á Plaza bar alla daga milli kl 16:00 - 18:00

 

Hótel Miðgarður - 4 stjörnu

Sími +354 595 8560

Hótel Miðgarður er nýtt og glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem staðsett er á Laugavegi 120.  Hótelið opnaði í júní 2015 og er það sjötta í röð hótel í CenterHotels keðjunni.  Á hótelinu eru 43 björt og glæsileg herbergi sem öll hafa stóra glugga og bjóða því gestum upp á einstaklega gott útsýni.  Á hótelinu er morgunverðasalur og einstaklega skemmtilegur bar þar sem boðið er upp á Happy hour alla daga vikunnar frá kl. 16:00 - 18:00.  

    

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt