Til okkar eru allir velkomnir

Crystal Nails

Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Kennitala: 551208-1760

Lokað | Opnar 11:00

Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Crystal Nails

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 11:00

Upplýsingasíða

Crystal Nails er alþjóðlega viðurkennt vörumerki frá Ungverjalandi og vinnur stöðugt að því að þróa nýjar vörur og tækni til að skara fram úr á sínu sviði. Crystal Nails er stolt af því að margir fulltrúar vörumerkisins hafa náð stórkostlegum árangri á alþjóðavettvangi keppna. Crystal Nails er ákveðið í að veita hágæða vörur ásamt öllum þeim nýjungum sem völ er á. Þeir bjóða upp á mikið úrval af litum, efnum og verkfærum sem henta öllum naglafræðingum og þörfum viðskiptavina þeirra.

Crystal Nails hefur verið starfandi á Íslandi frá árinu 2018 og er það Sylvía Daníelsdóttir sem er umboðsaðili merkisins hér á landi. Síðan þá hefur Crystal Nails stækkað mikið og eru starfsmenn sem og kennarar fyrirtækisins staðráðin í því að þjálfa og þróa stöðugt okkar eigin færni. Þetta gerum við til að tryggja að viðskiptavinir sem og nemendur okkar geti alltaf sótt sér upplýsingar um nýjungar í naglaheiminum hér hjá okkur.

Crystal Nails á Íslandi er með frábæra vefverslun ásamt stórri og glæsilegri verslun í Síðumúla 28. Einnig bjóðum upp á allskyns námskeið sem henta öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða vilt bæta við þig þekkingu. Grunnnámið, Acrylnámið og fleira er kennt á staðnum en einnig höfum við verið að bjóða uppá námskeið í gegnum netið. Mikil áhersla er lögð á að nemandi fái þann tíma með kennaranum sem hann þarf og erum við alltaf til í að svara þeim spurningum sem upp koma, hvort sem það er fyrir eða eftir námskeið.

Í verslun okkar starfar dásamlegt starfsfólk sem vill allt fyrir viðskiptavininn gera, og leggur sig mikið fram í að veita faglega ráðgjöf. Til okkar eru allir velkomnir, hvort sem það eru lærðir naglafræðingar eða þeir sem vilja gera neglur heima við.