Danól ehf

Fosshálsi 17-25, 110 Reykjavík

Kennitala: 530802-2640

Lokað | Opnar 08:00

Fosshálsi 17-25, 110 Reykjavík

Danól ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 08:00

Upplýsingar

Matvara

Danól er ein fremsta heildsala landsins með mat- og sérvörur fyrir stórmarkaði og verslanir. Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil rækt við að tryggja að þau vörumerki sem hafa verið tekin inn til sölu, séu þau fremstu á sínu sviði. Mikil áhersla er lögð á að framleiðendur uppfylli allar reglur varðandi framleiðsluferli og matvælaöryggi.

Mörg af okkar vörumerkjum hafa verið hluti af Danól í áratugi. Matvörusvið Danól hefur á að skipa vörumerkjum á borð við Merrild, Dolce Gusto, Haribo, LavAzza, Quality Street, McCain, Lambi, NAN, Weetos, Sigdal, Maryland, Homeblest, Ballerina, Hatting, Kit-Kat, Halsans Kök, Goodfellas, FruitFunk, Haust, Þrif, Milt, Nesquik, Mentos, Weetabix, Daloon, Odense, HAp+ og svo mætti lengi telja. Í heildina eru um 70-80 vörumerki innan okkar raða.

Við erum sífellt að leita af nýjum vörumerkjum og vörum sem uppfylla þarfir okkar viðskiptavina og neytenda.


Stóreldhús & kaffikerfi

Stóreldhús- og kaffikerfi Danól leggja sig fram við að bjóða upp á heildstæðar lausnir í hinum ýmsu matvælum og aðföngum sem snúa að rekstri í matvælageiranum. 

Bakarí, hótel, kaffihús, veitingahús, stóreldhús og matvælaiðnaðurinn treysta á vörur og þjónustu Danól á þessu sviði. Reynsla, fagmennska og þekking eru einkennisorð sviðsins. 

Markmið Stóreldhúsa- og kaffikerfa er að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval, hágæða vöru og gott verð.

Við bjóðum upp á sérsniðnar heildarlausnir í kaffiþjónustu fyrir fyrirtæki, hótel og veitingahús af öllum stærðum og gerðum. Einn tengiliður sér um alla þjónustu við hvert fyrirtæki fyrir sig og er hægt að velja um gæðakaffi frá vörumerkjum í heimsklassa, Lavazza og Merrild. 


Snyrti- & sérvara

Danól er ein stærsta heildsala landsins á snyrti- og sérvörumarkaði. Snyrti- og sérvörusvið Danól hefur umboð með vörumerkjum sem eru þekkt fyrir framúrskarandi gæði, mikla vöruþróun og góða virkni.

Vörumerkin eru úr öllum flokkum umhirðu, snyrti- og förðunarvörur, húðumhirða, tannhirða, barnavörur, persónulegt hreinlæti, hárvörur og hárlitir.

Mörg af vörumerkjum okkar hafa verið hluti af Danól til margra ára. Sérvörusvið Danól hefur á að skipa vörumerkjum á borð við L’Oréal Paris, Maybelline, NYX Professional Makeup, Essie, Garnier, Elnett, Elvital, Vichy, CeraVe, La Roche-Posay, Neutrogena, Carefree, o.b., Johnson&Johnson, Johnson’ baby, Reach, DrTeal’s, Real Techniques, Eylure, Georganics, Body Fantasies, Elegant Touch.

Snyrti- og sérvörusvið Danól hefur einnig umboð fyrir hágæða ítölskum sokkabuxum frá Oroblu og Sanpellegrino, ásamt því að vera með umboð fyrir kertum og servíettum frá Duni.