Logasölum 7, 201 Kópavogi

Hólmgeir El. Flosason lögmaður

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Um Dexter Legal & Holding

Dexter Legal & Holding ehf. er lögmannsstofa sem sinnir allri almennri lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Meðal fastra verkefna Dexter Legal & Holding ehf. er þjónusta við fasteignasölur, s.s. með skjala- og samningagerð, boðun og setu kaupsamnings- og afsalsfunda, samskiptum við sýslumenn og fjármálastofnanir og úrlausn deilumála. Fasteignasölur hafa í auknum mæli séð hag sínum betur borgið með útvistun skjala- og samningagerðar og á sama hátt hafa starfsmenn Dexter Legal & Holding ehf. yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á skjalagerð í fasteignaviðskiptum. Kostnaðarsamt getur verið fyrir fasteignasölur að hafa staðbundna deild í samninga- og skjalagerð, en í því felst m.a. aukinn launakostnaður starfsmanna, rekstur við sendil vegna undirritunar skjala og þinglýsingar, yfirbygging og aðstaða. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari þjónustu og hefur hún vaxið hratt undanfarið. Ef þú vilt ítarlegri upplýsingar um fyrirkomulag þjónustu Dexter Legal & Holding ehf. við fasteignasölur skaltu ekki hika við að hafa samband og bóka fund með okkur.

Dexter Legal & Holding ehf. kemur að sölu á fasteigna- og þróunarverkefnum. Vegna samstarfs við verktaka og fjárfestingarfélög annast Dexter Legal & Holding ehf. eignaumsýslu og sölu fasteignaverkefna, hvort sem um er að ræða lóðir, nýbyggingar eða einstakar fasteignir. Dexter Legal & Holding ehf. er í góðu samstarfi við framúrskarandi löggilda fasteignasala á hinum ýmsu fasteignasölum og getur með því móti sett saman öflugt sölu- og ráðgjafateymi sem hentar hverju verkefni, allt eftir óskum og þörfum viðskiptavina hverju sinni.

Dexter Legal & Holding ehf. annast þjónustu og alhliða ráðgjöf við verktaka, eignarhaldsfélög og fasteignasölur, s.s. á sviði verktakaréttar og fasteignakauparéttar. 

Meðal verkefna Dexter Legal & Holding ehf. er ráðgjöf fyrir einstaklinga; kaupendur og seljendur fasteigna. Einstaklingar hafa í auknum mæli áttað sig á mikilvægi þess að vandað sé til fasteignaviðskipta og leitað eftir almennri ráðgjöf í tengslum við fyrirhuguð eða yfirstandandi viðskipti; s.s. með yfirlestri skjala, framsetningu tilboða eða milligöngu um viðskipti. Með slíkri ráðgjöf getur verið komist hjá vandamálum sem ella hefðu komið upp síðar. 

Þjónusta Dexter Legal & Holding ehf. tekur fyrst og síðast mið af þínum þörfum, og getur ýmist verið með reglulegum hætti, miðast við ákveðið verkefni eða tímabil, eða í eitt skipti. Viðskiptavinir eru einstaklingar, fagaðilar á sviði fasteignaviðskipta, leigufélög, fasteignasölur og verktakar.