ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

Suðurhrauni 10, 210 Garðabæ

Icewear / Drífa ehf - Skrifstofa

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Aðrar skráningar

Sjá allt

Upplýsingasíða



Saga Icewear nær aftur til ársins 1972 og hefur því verið starfandi í rúm 50 ár. Upphaflega var fyrirtækið starfrækt undir nafninu Drífa en þá var fyrirtækið rekið sem prjónastofa á Hvolsvelli sem framleiddi íslenskar ullarvörur fyrir heildsala. Í dag er fyrirtækið betur þekkt undir nafninu Icewear, sem jafnframt er aðal vörulína fyrirtækisins. 



Vörulínur Icewear höfða til mismunandi markhópa allt frá sígildum útivistarfatnaði yfir í vörulínur sem hentar betur til daglegra nota. Icewear framleiðir einnig fjöldann allan af minjagripum fyrir ferðamenn á Íslandi, sem og mikið úrval af hefbundnum íslenskum lopapeysum.


Í dag eru verslanir orðnar fjölmargar ásamt vefverslun en um leið heildsölu eins og verið hefur frá upphafi. Hjá Icewear starfar fjöldi starfsfólks á öllum sviðum fyrirtækisins eða um 280 manns.


Starfseminni í dag má skipta upp í þrjá megin flokka. Hönnun, framleiðsla og sala á útivistarfatnaði, ullarvörum og fylgihlutum undir nafni Icewear, sölu og dreifingu á garni, uppskriftum, smávöru og fylgihlutum undir nafni Icewear Garn. Að lokum sölu og dreifingu á gjafavöru og minjagripum undir merkjum Icemart.


Einkunnarorð Icewear eru „ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA“



Sérstaðan Icewear á heimsvísu er íslenska ullin og sú nýsköpun sem Icewear hefur unnið að með því að nýta ullina sem einangrun í heila línu af útivistarfatnaði sem þegar hefur slegið í gegn.


Útivistarlína Icewear með ullarfyllingu er vistvænn kostur, en einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar gefa góða öndun, hrinda frá sér vatni og gefa stöðugan varma við síbreytilegar aðstæður við útivist. Útivistarlínan samanstendur af úrvali af úlpum, jökkum, vestum, buxum og aukahlutum, allt einangrað með með íslenskri ull.



Icewear kynnir Black Sheep Collection nýja umhverfisvæna OEKO-TEX 100 gæðavottaða útivistarlínu. Vörulínan er sérstæð á heimsvísu með sinni einstöku ullarblöndu þar sem fatnaður línunnar er fylltur með 60gr af íslenskri ull. Flíkurnar eru því léttar og hlýjar, þökk sé einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar. Hönnunin er tímalaus og umhverfisvæn en einungis hágæða efni eru notuð í línuna þar sem hvert smáatrið er vel úthugsað.


Með Black Sheep Collection hefur Icewear gengið skrefinu lengra í átt að sjálfbærni en hönnunin er tímalaus og einungis hágæða efni eru notuð í línuna, flíkurnar eru gerðar til að endast. Útivistarlínan er OEKO-TEX gæðavottuð sem þýðir að hver einasta flík, allt frá efni til þráða þess hafa verið þaulprófaðar fyrir allt að 350 skaðlegum efnum. Ytra byrði og fóður er síðan úr 100% endurunnu nylon.


Íslenska ullarfylling Icewear er 100% OEKOTEX-100 gæðavottuð og er gerð úr afgangsull sem áður nýttist ekki í prjónaband ásamt 20% endurunnu PET/bio-polyester til að auka líftíma ullarfyllingarinnar.




Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt