Bomsur
13.900 kr.
14.400 kr.
Inniskór
670901-2540
Dún og fiður er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, endurnýjun og hreinsun á sængum, koddum, púðum, pullum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri.
Dún og fiður byggir á um 60 ára gömlum merg, í eigu sömu fjölskyldu allan tímann. Á þessum tíma hefur safnast saman mjög mikilvæg þekking og reynsla á öllu sem lýtur að dún og fiðri, efnum því tengdu og meðhöndlun sængurfatnaðar.
Dún og fiður var stofnað 1. febrúar 1959 og var fyrst til húsa að Kirkjuteig 29 í Reykjavík, en 3. ágúst 1963 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði að Vatnsstíg 3, Reykjavík. Dún og fiður er nú til húsa á Laugavegi 86.
Dún og fiður hefur með áratuga starfsemi skapað sér fastan sess í hugum borgarbúa og annarra landsmanna. Því hefur það verið stefna fyrirtækisins að breyta engu þar um né að vera með útsölur eða útibú á öðrum stöðum.
Meginmarkmiðið með hreinsun á dúnsængum er að ná öllum svita og utanaðkomandi raka úr dúninum. Dúnninn lyftist upp inní sænginni og ef þetta er gert á um það bil 3 ára fresti þá lengist endingartími sængurinnar um mörg ár.
Efnið sem notað er við hreinsunina er vistvænt og brotnar niður í náttúrunni á innan við einum sólarhring. Þetta er auðvitað undirstaða heilbrigðis og þess að þú sofir betur.
Dún og fiður ehf. framleiðir sjálf flestar dún sængur og kodda.
Öll framleiðslan er merkt Dún og fiður og ársstimpluð þannig að sjá megi framleiðsluárið þegar komið er með vöruna í hreinsun eða endurnýjun. Við endurnýjun á framleiðsluvöru Dún- og fiðurhreinsunarinnar er vörunni gefinn nýr ársstimpill.
Dún og fiður framleiðir vörur sínar úr mismunandi dún og fiðri þ.e. Æðardún, Gæsadún í tveimur flokkum og Andardún. Og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið. Þannig fer í sæng sem er með 1 kg. af æðardún, snjógæsadún eða svanadún 1.1 kg. af andardún.
Portúgölsk steinþvegin hör rúmföt í nokkrum náttúrulegum litum. Í stærð 140x200, 140x220, 200x220 og 220x240. Auka koddaver í 50x70 og 50x90.