Eldhúsið er hjarta heimilisins

Eirvík ehf heimilistæki

Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík

Kennitala: 640394-2509

Lokað

Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík

Eirvík ehf heimilistæki

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað
  • - Pósthólf 8874 128 Reykjavík
  • - Fax

Upplýsingar

Eirvík ehf er sérverslun með heimilistæki, innréttingar, iðnaðartæki og rekstrarvöru. Vörumerkin okkar eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum. Við bjóðum upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn.

Saga
Fyrirtækið var stofnað af Eyjólfi Baldurssyni og Þórdísi Sigurgeirsdóttur, 1. apríl árið 1994. Í fyrstu opnaði lítill sýningarsalur í kjallara heimilis þeirra á Vesturgötu 25, með sýningartækjum frá Miele og Smeg, en seinna sama ár fluttist verslunin að Suðurlandsbraut 22. Árið 1996 fluttist Eirvík í eigið húsnæði og á núverandi staðsetningu sína, Suðurlandsbraut 20. Þökk sé mikilli vinnu og einstökum mannauði hefur Eirvík náð sterkri og aðgreinandi stöðu á markaðinum í dag.

Vönduð vörumerki
Eirvík býður upp á vandaðar vörur frá mörgum sterkum vörumerkjum, aðallega frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Helstu vörumerkin eru Miele, bulthaup, Liebherr, Häcker, Jura, Smeg , Elica og Magimix.

Kjörorð
Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á vandaðar vörur og góða þjónustu. Hollusta okkar nær jafnt til viðskiptavina, starfsfólks, birgja, umhverfisins og samfélagsins sjálfs. Við trúum því að ábyrg viðskipti fáist með gagnkvæmri virðingu og grundvallist á góðum samskiptum. 
Kjörorð Eirvíkur eru: „Sérverslun með vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn“.

 

Eirvik ehf. 
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 588-0200 
eirvik@eirvik.is  
www.eirvik.is 
Kt: 640394-2509