Eldsmiðjan - Pöntunarsími

Eldsmiðjan - Pöntunarsími

Eldheit pizzugerðarást síðan 1986

Mán - sun 11:00 - 23:00
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Það er af sem áður var

Í eina tíð bar Eldsmiðjan höfuð og herðar yfir aðra pizzustaði en síðustu þrjár pizzur frá þeim hafa verið nánast óætar. Sveppirnir voru niðursoðnir (oj!), það vantaði ost á meira en hálfa pizzuna og þær eru ýmist hráar eða viðbrenndar. Mun ekki panta oftar hjá þeim í bili.

- Gunnar Þor

Sjá öll ummæli (25)
Kennitala 660302-2630
VSK Númer 74457
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
- Veffang
Upplýsingar

Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu 38A árið 1986. Hugmyndin var að búa til hlýlegan stað sem framreiddi úrvals eldbakaðar pizzur á borð fyrir Íslendinga. Við höfum alltaf verið knúin áfram af mikilli ástríðu í pizzugerð okkar. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni, alvöru eldofna og íslenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við eldbaksturinn á öllum okkar veitingastöðum. 

Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzabakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.

Brennandi áhugi á því sem við gerum er það sem hefur tryggt okkur farsæld í þetta mörg ár. Stöðunum okkar hefur fjölgað úr einum í þrjá í gegnum árin og við teljum að okkur hafi tekist að fanga stemmninguna sem er á Bragagötunni og hafa hana með okkur á nýju staðina.