Eldsmiðjan - Pöntunarsími

Eldsmiðjan - Pöntunarsími

Eldheit pizzugerðarást síðan 1986

Mán - sun 11:00 - 23:00
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Verstu pizzur landsins!

Það var eitt sinn tíð þar sem hægt var að leggja pizzurnar frá eldsmiðjunni til munns án þess að verða óglatt. Það var þegar FoodCo mafían var ekki komin á skrið. Ég læt hér fylgja mynd af pizzunni sem eyðilagði kvöldstund með fjölskyldunni minni. Sósan á henni bragðaðist eins og útþynnt Tobasco sósa, þystilhjörtun voru mjög seig og ómögulegt að tyggja. Vantaði einnig ost á stórhluta pizzurnar og í þokkabót brennd. Ef það væri hægt að gefa 0 stjörnur, þá myndi ég hiklaust gera það.

- Sirrí Mac Epladóttir

Sjá öll ummæli (26)
Kennitala 660302-2630
VSK Númer 74457
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
- Veffang
Upplýsingar

Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu 38A árið 1986. Hugmyndin var að búa til hlýlegan stað sem framreiddi úrvals eldbakaðar pizzur á borð fyrir Íslendinga. Við höfum alltaf verið knúin áfram af mikilli ástríðu í pizzugerð okkar. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni, alvöru eldofna og íslenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við eldbaksturinn á öllum okkar veitingastöðum. 

Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzabakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.

Brennandi áhugi á því sem við gerum er það sem hefur tryggt okkur farsæld í þetta mörg ár. Stöðunum okkar hefur fjölgað úr einum í þrjá í gegnum árin og við teljum að okkur hafi tekist að fanga stemmninguna sem er á Bragagötunni og hafa hana með okkur á nýju staðina.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt