Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík

Upplýsingar

Við hjá Expectus aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að móta stefnu til framtíðar, innleiða stefnuna markvisst alla leið í takt við árangursmiðuð markmið og við að hámarka nýtingu á upplýsingatækni í hvívetna til að auka skilvirkni góðrar samvinnu, auka gæði gagna, mæla árangur og gera hann sýnilegan á hverjum tíma. Hjá okkur starfa á þriðja tug ráðgjafa sem eru meðal hæfustu sérfræðinga á sviði stjórnunar og stefnumótunar, upplýsingatækni og hámarksnýtingu gagna og upplýsinga til árangus í rekstri.

Helstu þjónustuþættir Expectus eru í fyrsta lagi ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun og innleiðingu á stefnu, m.a. í gegnum verkfæri eins og 4DX - Four Disciplines of Execution, þá ráðgjöf í rekstri og áætlunargerð, setningu markmiða, straumlínustjórnun og stöðugum umbótum, m.a. í gegnum verkfæri eins og Lean og Kepion, ráðgjöf í stjórnendaupplýsingum og lykiltölum rekstrar, uppsetningu og rekstri á vöruhúsi gagna, mælaborðum, keyrslustýringu og gæði gagna, m.a. í gegnum verkfæri eins og Tableau, exMon, exAnalytics og loks ráðgjöf og uppsetning á samvinnulausnum eins og verkefnastjórnunarkerfi, stjórnargáttum, innri vefjum, m.a. í gegnum þróun á Sharepoint og aðrar lausnir.

Árangur þinn er okkar markmið!

Sjá nánar á www.expectus.is