Sjáumst á fjöllum

Tjaldsvæðið Emstrur umsjón Ferðafélag Íslands

Kennitala: 530169-3759

Tjaldsvæðið Emstrur umsjón Ferðafélag Íslands

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Upplýsingar

Markmið Ferðafélags Íslands er að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim.

Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landinu sínu, náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í samskiptum manns og náttúru.

Eitt höfuðmarkmið Ferðafélags Íslands er að stuðla að og hvetja til ferðalaga um Ísland ásamt því að greiða fyrir ferðalögum um landið.

Efla náttúruvitund

Jafnframt er það markmið FÍ að vekja áhuga Íslendinga á landinu sínu, náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um góða umgengni og vernd náttúrunnar.

ÁHERSLUÞÆTTIR

Markmiðum sínum nær félagið aðallega með því að leggja áherslu á fjóra þætti starfseminnar:

Ferðaáætlun

Á hverju ári gefur Ferðafélagið út ítarlega ferðaáætlun, þar sem í boði eru margvíslegar styttri sem lengri ferðir um náttúru landsins, alls eru yfir 200 ferðir á ári í boði hjá Ferðafélag Íslands.

Ferðaskálar

FÍ hefur byggt upp ferðaskála og þjónustu við ferðamenn í óbyggðum landsins. Alls rekur Ferðafélagið og deildir þess 40 ferðaskála sem standa öllum landsmönnum opnir gegn vægu gjaldi.

Útgáfustarf og upplýsingagjöf

Á hverju ári er gefin út árbók sem fjallar með ítarlegum hætti um afmörkuð svæði á Íslandi gefur góðar ferðaupplýsingar og veitir innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik. Ferðafélagið gefur einnig út ýmis konar smárit og handbækur ár hvert og styður við merkingu gönguleiða í óbyggðum.

Félagslíf

Ferðafélagið stendur meðal annars fyrir mynda- og fræðslukvöldum, fyrirlestrum og margs konar námskeiðum sem koma ferðafólki til góða.