Reykjavíkurflugvelli Icelandairhúsinu, 102 Reykjavík
  • - Víðir Álfgeir Sigurðarson fjármálastjóri

(fjármálaþjónusta, launavinnsla, fjármálastjórn)

 

Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón verkferla sem tilheyra fjármálasviði fyrirtækja og býður fyrirtækjum allt frá heildarlausnum til afmarkaðra verkefna á því sviði. Helstu verkferlar eru umsjón bókhalds, uppgjör, innheimta, greiðsla reikninga, fjármálastjórn, launavinnsla og önnur starfsmannaþjónusta, fjárhagsupplýsingakerfi og hýsing þeirra. Með því að útvista fjármálaferlum eru viðskiptavinir okkar að ná fram hagræðingu í rekstri og auka gæði stjórnendaupplýsinga.

Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns sem búa yfir áralangri reynslu í rekstri kerfa og framleiðslu fjárhagsupplýsinga sem uppfylla ströngustu kröfur stjórnenda. Mikil áhersla er lögð á að veita viðskiptavinum ávallt framúrskarandi þjónustu.

Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki og stofnanir með samanlagða veltu yfir 100 milljarða króna og með rúmlega 4 þúsund starfsmenn. Fjárvakur er eitt af dótturfélögum Icelandair Group og aðsetur félagsins er í Icelandairhúsinu við Reykjavíkurflugvöll.

Nánari upplýsingar er að finna á www.fjarvakur.is.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt