Veitingastaðurinn þinn

Forréttabarinn

Nýlendugötu 14, - Gengið inn frá Mýrargötu, 101 Reykjavík

Kennitala: 631204-2950

Lokað | Opnar 16:00

Nýlendugötu 14, - Gengið inn frá Mýrargötu, 101 Reykjavík

Forréttabarinn

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 16:00

Upplýsingasíða

Forréttabarinn opnaði árið 2011 og er rekinn af Róbert Ólafssyni matreiðslumanni sem starfað hefur sem slíkur í yfir þrjá áratugi á hótelum og veitingastöðum bæði á Íslandi og erlendis.


Gestum stendur til boða úrval girnilegra kræsinga í ýmsum stærðum og gerðum. Franski matreiðslumeistarinn Oliver Grau stýrir eldhúsinu ásamt einvalaliði matreiðslumanna.


Áhersla er lögð á ferskt, staðbundið hráefni, sjávarfang, kjöt og grænmeti en matreiðslan er undir áhrifum frá Suður-Evrópu og Mið-Ameríku.


Fjölbreytt úrval grænmetisrétta er á boðstólum og fjögurra rétta smakk matseðlarnir eru sérstaklega vinsælir.


Á barnum er gott úrval af innlendum og alþjóðlegum kranabjór, vínum og hanastélum.


Vertu velkomin á vinalega veitingastaðinn við gömlu höfnina.


Forréttabarinn er nútímalega hannaður en hátt er til lofts eins og gjarnan er í gömlum iðnaðarhúsnæðum.

Minimalísk Skandinavísk hönnun í aðalrými með listaverkum – stórum gluggum og opnu eldhúsi.


Barsvæðið er með viðarborðum smíðuðum úr gömlu bryggju timbri.


Húsnæði Forréttabarsins var byggt árið 1939 og hýsti um árabil, stálsmiðju, netaverkstæði og vörulager.