Kennitala: 540200-2460
540200-2460
Við flytjum inn hágæða danskar innréttingar frá Nettoline sem eru staðsettir í Herning á Jótlandi. Við höfum í samstarfi við Nettoline sérhæft okkur í sölu á eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingum sem og fataskápum fyrir forstofu og svenherbergi ásamt því að vera með margar aðrar lausnir fyrir hin ýmsu rými. Við höfum einnig frá upphafi sérhæft okkur í sölu á rennihurðafataskápum frá KA Interiør sem er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig framleiðslu á vönduðum rennihurðaskápum sem eru sérsmíðaðir eftir þörfum hvers og eins.
Þessu til viðbótar seljum við einnig plastlagðar borðplötur, sólbekki, límtrésborðplötur og eldhúsvaska frá TMK og Horn í Danmörku. Að auki seljum við raftæki fyrir eldhúsið frá ELBA, BORA, AEG og fleiri viðurkenndum aðilum.
Þegar þú verslar við Fríform færðu alla þjónustu á sama stað. Í sýningarsal Fríforms er mikið úrval af innréttingum, raftækjum o.fl.
Þú kemur með eða sendir okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu, svefnherberginu og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð.