Gagnaeyðing

Gagnaeyðing

Örugg eyðing gagna

Mán - fös 08:30 - 17:00
Laugardagur Lokað
Sunnudagur Lokað
Upplýsingar

Gagnaeyðing var stofnað 1991 og hefur frá upphafi lagt áherslu á örugga eyðingu gagna. 


Daglega koma til okkar gögn til eyðingar á pappír, segulböndum, geisladiskum, í tölvum, ljósritunarvélum og símum og allt þetta er tætt og síðan sent til endurvinnslu.

Aðstaða Gagnaeyðingar og verklag er vottað af NAID, alþjóðlegum samtökum fyrirtækja á sviði eyðingar gagna, sem þýðir að eyðingin er örugg, áreiðanleg og framkvæmd af trúnaði.

Við erum með opið milli 8:30 og 17:00 virka daga. Þú getur komið með gögnin til okkar á þessum tímum eða við sækjum þau til þín. Ef þörf er á þjónustu á öðrum tímum, þá er alltaf hægt að ná í okkur í síma 897 0713.


Svona gæti ferlið verið:

•    Þú finnur gögnin og gengur frá þeim eins og þér hentar í lokaða poka eða kassa. Ekki þarf að flokka þau sérstaklega, fjarlægja klemmur eða taka úr möppum.

•    Þú hringir í síma 568 9095 eða 897 0713 og verða gögnin þá sótt innan skamms, eða þú kemur með þau í Bæjarflötina á opnunartíma, frá 8:30 til 17:00 alla virka daga.

•    Þegar gögnin hafa verið afhent er gefin út móttökukvittun og eru þau þá komin undir verndarvæng Gagnaeyðingar.

•    Eftir móttöku eru gögnin tætt og kurlið sent í endurvinnslu.

Hringdu ef þú ert með einhverjar spurningar og við svörum þeim með ánægju.


gagnaeyding@gagnaeyding.is    www.gagnaeyding.is

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt