Lambaseli 28, 109 Reykjavík

Garðasmíði ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Um Garðasmíði

Garðasmíði ehf er framsækið skrúðgarðyrkjufyrirtæki sem byggir á fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2003.

Hjá fyrirtækinu starfa fimm til tíu starfsmenn eftir árstíð. Við leggjum mikið upp úr að verkstjórn og framkvæmd sé í öruggum höndum, enda búa starfsmennirnir yfir sérþekkingu og áralangri reynslu.

Við tökum að okkur alla almenna skrúðgarðyrkjuvinnu fyrir einkaaðila, fyrirtæki eða stofnanir.

Frá stofnun fyrirtækisins höfum við nær eingöngu starfað fyrir einkaaðila þar sem sérhæfing okkar liggur.

Við vinnum ýmist eftir teikningum arkitekta eða út frá hugmyndum þínum og vitum að besta auglýsingin er ánægður viðskiptavinur.

Fyrirtækið er vel tækjum búið og á orðið fjórar mismunandi vinnuvélar og iðnaðarhúsnæði, þar sem við erum með aðsetur.