Gló Skrifstofa

Gló Skrifstofa

Yfirnáttúruleg næring

Sími 553 1111
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Borgarinn frábær!

Fór í hádeginu og fékk mér nautaborgarann. Frábær matur!

- Baldur Jón Kristjánsson

Sjá öll ummæli (21)
Upplýsingar

Gló býður upp á ferska rétti frá hádegi til kvölds. Á matseðli dagsins er m.a. hráfæði, grænmetisréttir, kjúklingaréttir, súpa dagsins og úrval af fersku salati. Réttir dagsins eru búnir til úr ferskasta hráefni sem til er hverju sinni og alltaf eru í boði ljúffengir valkostir fyrir þá sem forðast glúten eða eru grænmetisætur og vegan. Á matseðlinum er einnig kaffi, te, kökur og hráfæðisdesertar.

Gló rekur fjóra veitingastaði, matseðill dagsins er framreiddur á Gló í Kópavogi og á Laugavegi en á Street Food stöðunum við Engjateig og í Fákafeni er boðið upp á skálar samsettar að óskum hvers og eins. Þar er einnig boðið upp á vegan- og nautaborgara ásamt himneskum vefjum og súpu dagsins.

Í Fákafeni er einnig heilsuverslun með úrval af lífrænum, hollum og sérfæðisvörum ásamt lífrænu ávaxta- og grænmetisúrvali. Á sama stað er Tonic Bar Gló þar sem töfraðir eru fram heilsusamlegir heitir og kaldir drykkir, te, kaffi, lífrænt bakkelsi og ljúffengir grautar.