460317-1180
Hjá Hæfi starfar reynslumikið fagfólk á sviði endurhæfingar og heilbrigðisþjónustu. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun auk þverfaglegrar samvinnu með það að markmiði að hámarka gæði og árangur þjónustunnar einstaklingnum í hag.
Hæfi er staðsett í sérhönnuðu nýju húsnæði í Egilshöll. Í allri hönnun var lögð áhersla á að skapa hlýlegt og þægilegt umhverfi þar sem bæði starfsfólki og þeim sem sækja þjónustuna getur liðið vel. Um er að ræða rúmlega 500fm húsnæði þar sem fyrirmyndar aðstaða er til staðar fyrir starfsemi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri fagaðila.
Hæfi er einnig með samkomulag við World Class í Egilshöll um aðgengi að tækja- og þjálfunarsal þeirra, hægt er að nýta eina stærstu innigöngubraut á landinu og möguleiki er á nýtingu annarra æfingasala í Egilshöll eins og þörf er.
Við bjóðum upp á sérhæfða hópaþjálfun og námskeið sem okkar sérfræðingar halda utan um. Þá fáum við einnig til liðs við okkur utanaðkomandi sérfræðinga eins og á þarf að halda.
Þátttakendum er bent á að skoða rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá stéttarfélögum sínum.
Nánari upplýsingar um námskeiðin okkar má finna hér
Verið hjartanlega velkomin til okkar í Egilshöll Grafarvogi.
Einnig er hægt að hafa samband í síma 511-1011 eða í gegnum netfangið mottaka@haefi.is