Kennitala: 631109-2410
- Stálsmiðja
631109-2410
Hagverk Bifreiðasmiðja hefur frá árinu 1980 leyst margháttuð verkefni á sviði stál- og álsmíði. Við hjá Hagverk erum vanir að leysa úr hverskyns vanda viðskiptavina okkar, hvort sem er með innflutningi, breytingum eða smíðum. Á vörubifreiðir byggjum við öfluga palla eða heil hús úr álprófílakerfi, setjum á krana og krókheysi, sérsmíðum tækjalausnir fyrir íslenskar aðstæður og þjónustum og breytum bílum og tækjum eftir þörfum viðskiptavina. Hagverk hefur líka langa reynslu af gerð handriða úr stáli og ryðfríu. Við getum boðið allt frá einum handlista til heildarlausna, því við flytjum inn vandað handriðaefni, smíðum í samráði við kaupendur og setjum upp. Hagverk hefur til langs tíma þjónustað flestar gerðir rafmagnslyftara og ekki má gleyma öflugu sænsku NVA ruslapressunum sem við höfum flutt inn og þjónustað frá árinu 2000.
Við erum hér fyrir þig - Hafðu samband og við finnum út úr þessu saman.
Hagverk sérhæfir sig í vörubílabreytingum og sérsmíði úr járni, áli og ryðfríu. Einnig annast Hagverk innflutning á ýmsum vörum sem tengjast vörubílum.
Einnig selur Hagverk baggapressur frá NVA og þjónustar.
Hagverk er með yfir 40 ára reynslu í allskyns málmsmíði
Vörubílabreytingar
Stálsmíði
Járnsmíði
Sérsmíði
Vörukassar
Vörubílayfirbyggingar
Bagga- pappa - plast- og ruslapressur
Handrið / Handriða fittings
Q-railing
Lyftaraþjónusta
Viðskiptavinurinn kemur með hugmyndina og við framkvæmum hana.