Kennitala: 590169-3079
590169-3079
Hampiðjan er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi á 72 stöðum í 21 landi og um 2.700 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði, verslun og aðallager fyrirtækisins á Íslandi.
Hampiðjan er einn stærsti framleiðandi heims á fiskveiði- og fiskeldisbúnaði og hátæknilegum köðlum, m.a. fyrir útsjávariðnað. Hampiðjan hefur verið óþreytandi við vöruþróun og gert hana að undirstöðuþætti í starfseminni. Þannig getur Hampiðjan boðið viðskiptavinum sínum upp á nýjustu og bestu tækni í veiðarfærum, efnum til veiðarfæragerðar, fiskeldisbúnaði og ofurköðlum sem völ er á hverju sinni.