Handprjónasambandið viðheldur af stolti íslenskri handverkshefð

Handprjónasamband Íslands

Skólavörðustíg 19, 101 Reykjavík

Kennitala: 621177-0289

Lokað | Opnar 09:00

Skólavörðustíg 19, 101 Reykjavík

Handprjónasamband Íslands

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 09:00

Upplýsingar

Handprjónasamband Íslands var stofnað 5 nóvember 1977 af hundruðum einstaklinga aðallega konum sem höfð drýgt heimilistekjurnar með því að prjóna peysur og aðrar vörur úr íslenskri ull. Með stofnun Handprjónasambandsins tók prjónafólkið sölu á sínum vörum í eigin hendur.
 
  
 
Frá stofnun hefur félagið rekið verslun á Skólavörðustíg 19 og nú einnig á Borgartúni 31 þar sem fer fram móttaka á vörum frá félagsmönnum. Heildsala á vörum til annarra söluaðila er einnig töluverð.
 
Aðaláhersla í verslununum er sala á vörum sem handunnar eru af félagsmönnum úr íslenskri ull aðallega lopa en einnig er gott úrval af vélprjónuðum vörum úr ull. Slagorð Handprjónsambandsins er „veljið vörur beint frá þeim sem framleiða þær“ Meirihluti viðskiptavina eru erlendir ferðamenn sem leggja mikið upp úr því að varan sem þeir kaupa sé framleidd á Íslandi. Það má líka treysta því að handprjónaðar vörur sem fást hjá Handprjónasambandinu eru prjónaðar á Íslandi og eru úr ull af íslenskum kindum, íslenskara verður það varla.
 
  

handknitted.is