Í fararbroddi í fjarnámi

Háskólinn á Bifröst

Kennitala: 550269-0239

Lokað | Opnar 09:00

Háskólinn á Bifröst

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 09:00

Upplýsingasíða

Háskólinn á Bifröst hefur í yfir heila öld menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Markmið Háskólans á Bifröst er að efla íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að bjóða menntun af góðum gæðum í viðskiptum, lögfræði og félagsvísindum.

Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, og er allt nám við háskólann byggt upp sem fjarnám. Sem landsbyggðarháskóli leitast Háskólinn á Bifröst við að tryggja fólki sem sækist eftir háskólamenntun jafnan aðgang að menntun óháð búsetu eða öðrum ytri aðstæðum.

Boðið er upp á fjölbreytt nám í þremur deildum

  • Viðskiptadeild
  • Félagsvísindadeild
  • Lagadeild

Einnig býður háskólinn upp á aðfararnám í Háskólagátt, sem veitir fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Aðfararnám á ensku University Gateway, er einnig í boði fyrir þau sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Endurmenntun Háskólans á Bifröst er ört vaxandi. Þar eru meðal annars í boði námskeið á grunn- og framhaldsstigi og einnig ýmsar áhugaverðar námslínur sem eru án eininga.

Örnám er nám sem nýtur sívaxandi vinsælda. Hjá endurmenntun Háskólans á Bifröst eru í boði fjölbreyttar örnámslínur á grunn- og framhaldsstigi.

Eitt meginmarkmiða Háskólans á Bifröst er að efla rannsóknir og nýsköpun á fræðilegum jafnt sem hagnýtum vettvangi og stuðla að auknu samstarfi innanlands og utan.




Punktar úr sögu Háskólans á Bifröst