
Elvita LED pera E14 250lm
595 kr.
 
470400-3070
Heimilistæki hefur um langt árabil verið leiðandi í innflutningi og sölu á raf- og heimilistækjum. Fyrirtækið var stofnað 22.september 1962 og varð því 60 ára á árinu 2022. Stórverslun Heimilistækja flutti haustið 2007 eftir langa dvöl við Sæbrautina sem nú heitir Guðrúnartún og er nú til húsa á Suðurlandsbraut 26, þar sem Sigtún var eitt sinn til húsa. Auk verslunar í Reykjavík eru fjórar verslanir á landsbyggðinni á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ.
Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu. Með þetta að leiðarljósi var vefur Heimilistækja hannaður, og er mikið lagt í að allar upplýsingar, verð og myndir séu aðgengilegt á vefnum og er hann uppfærður oft á dag. Allar vörur Heimilistækja eru til sýnis á vefnum.
Heimilistæki eru með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki heims á sviði raf- og heimilistækja, sem tryggir mikið og gott vöruúrval, hagstæðustu innkaup sem völ er á með beinum viðskiptum við framleiðendur, og þar af leiðandi bestu mögulegu verð til neytenda. Á sama hátt þá tryggir einnig beint samband við framleiðendur besta mögulega þjónustustig sem völ er á.
Í janúar 2024 hlaut Heimilistæki viðurkenningu fyrir að mælast með ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði árið 2023, fjórða árið í röð, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar 2023. Einnig mældist Heimilistæki næst hæst þeirra verslana sem voru mæld fyrir Íslensku ánægjuvogina 2023. Það er okkur einstakur heiður að þjónusta svona marga ánægða viðskiptavini!