Suðurlandsvegi, 851 Hellu (dreifbýli)
Sjá alla

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel útbúið öllum helstu þægindum til að fullkomna dvölina.

Hótelið er staðsett milli Hellu og Hvolsvallar eða um 100 km fjarlægð frá Reykjavík.

Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slappa þar af um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Hægt er að gera dvölina á hótelinu meira afslappandi með því að fara í nudd í slakandi sveitaumhverfinu. Veitingastaðurinn á Hótel Rangá er í fyrsta gæðaflokki enda er um mikinn metnað að ræða af hálfu hótelsins. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og ferskt og staðbundið hráefni af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni.

 

Hótel Rangá er opið allt árið um kring.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt