Hótel Varmahlíð

Auglýsing

Stjörnur
Nýjustu ummælin

Afbragðsgóður matur

Át þarna í lok september 2012. Góður staður til að matast ef fólk vill forðast bensínsjoppurnar. Hóflegt verðlag, mjög gott miðað við gæði. Huggulegur veitingasalur, góð og ljúf þjónusta. Hrossalundin var algjört lostæti, henni fylgdi gróf rótargrænmetismús, unaðsleg sósa og rabbabaramauk, allt greinilega eldað á staðnum. Lambasteikarlokan sem ég bragðaði hjá sessunaut mínum var frábær, heimabakað brauð, fullt af svissuðu grænmeti, alveg ótrúlega bragðgott. Og lambið frá bæ þjónsins! Lambagúllassúpa annars ferðafélaga var ekki síðri. Tær og falleg, skemmtilega krydduð, sterk en ekki ruddaleg.

- Þór Örn Víkingsson

Sjá öll ummæli (1)
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt