Reikningar og greiðsluskilmálar

Greiðsluskilmálar

Frá og með 1. janúar 2020 hefur Deloitte tekið við sem innheimtuaðili og móttakandi greiðslna fyrir Já.

Einstaklingar fæddir eftir árið 1950 fá reikninga á rafrænu formi í netbanka en aðrir fá póstlagða reikninga, nema annars hafi verið óskað. Fyrirtæki fá póstlagða reikninga nema þau geti tekið á móti rafrænum reikning beint í bókhaldskerfi.

Útskriftargjald greiðist fyrir hvern sendan reikning til samningsaðila. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald.

Sé reikningur ekki greiddur á eindaga greiðast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags, auk þess sem gjald, kr. 690, vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 7 dögum eftir eindaga.

Viðskiptavinum Já gefst kostur á því að velja á hvaða hátt reikningar berast til þeirra, með netreikning í heimabanka eða með pappírsreikningi. Athugið að ekki er hægt að breyta greiðsluformi nema með samráði við starfsmenn Já eftir að reikningur hefur verið sendur út.

Smelltu hér til að fylla út beiðni um breytingu á sendingarformi reikninga til þín.

Athugið að skráningar hjá Já, birtast í miðlum Já og haldast óbreyttar milli ára nema ósk komi frá viðskiptavin um annað. Já áskilur sér þó rétt til að fjarlægja skráningar af miðlum Já komi til vanskila.

Almennir greiðsluskilmálar

Reikninga ber að greiða á eindaga. Reikningar skulu sendir samningsaðilum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra samningsaðila sem þess hafa óskað.

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar. Eindagi reikninga er minnst 30 dögum eftir útgáfudag. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal samningsaðili greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með eindaga til greiðsludags.

Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum um reikninga vegna skráninga hjá Já er bent á skrifstofu Já í síma 522 3200 eða senda tölvupóst á ja@ja.is.

Innheimtuferli

Í töflunni hér að neðan má sjá innheimtuferli Deloitte fyrir Já.

   Lýsing 
 7 dagar frá eindaga  Lögbundin innheimtuviðvörun, gjald kr. 690
 21 dagar frá eindaga  Milliinnheimtubréf 1 – Áminning
 35 dagar frá eindaga  Milliinnheimtubréf 2 – Hringing eða SMS
 49 dagar frá eindaga  Milliinnheimtubréf 3 – Ítrekun
 63 dagar frá eindaga  Milliinnheimtubréf 4 – Lokaviðvörun
 77 dagar frá eindaga  Lokað fyrir þjónustu – krafa sett í lögfræðiinnheimtu

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt