Já.is

Senda SMS af Já.is

 

Til að senda SMS af Já.is þarf fyrst að innskrá sig. Innskráning fer fram í gegnum valmöguleikann Mín skráning á forsíðu Já.is.

 

 

Þegar Mín skráning hefur verið valin birtist eftirfarandi gluggi þar sem SMS aðgangur er valin.

 

 

Þá birtist eftirfarandi gluggi þar sem hægt er að innskrá sig með Facebook eða lykilorði, síðan er valinn hnappurinn InnskráEf þú ert ekki skráður notandi er einnig hægt að nýskrá sig í gegnum þetta form.

 

 

 

Þegar innskráningu er lokið birtist nafn þess sem er innskráður neðst fyrir miðju á síðunni:

 

 

Til að senda SMS er tannhjólið valið og þar birtist listi þar sem valið er Senda SMS:

 

Áður en hægt er að senda SMS þarf að fá sendan auðkennislykil. Það farsímanúmer sem senda á úr er slegið inn og valið Áfram.

 

Þegar SMS með staðfestingarkvóta hefur borist er hann stimplaður inn í viðeigandi reit og valið Senda.

Þá birtist SMS valmyndin og notandinn getur sent SMS sem birtist viðtakanda skeytisins á sama hátt og hefði það verið sent úr símtækinu sjálfu.

Rukkað er fyrir SMS samkvæmt skilmálum SMS sendinga sem nálgast má inn í SMS sendinga forminu.