Höfundaréttur og notkunarskilmálar

Notkunarskilmálar

Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur fyrir vörur og þjónustu Já hf. („Já“), þ.m.t. Gagnagrunn og Kortavef á Já. Með því að nýta þér þjónustuna samþykkir þú efni skilmála þessara.

Í þessum skilmálum þýða Gagnagrunnur og Kortavefur; vefsíðan sjálf, hugbúnaður, forrit og allar upplýsingar og gagnagrunnar að baki þeim, þ.m.t. stjörnugjöf.

Gagnagrunnur og Kortavefur Já

Gagnagrunnur og Kortavefur Já á Internetinu er eingöngu til einkanota.

Óheimilt er að nota upplýsingarnar til endursölu eða endurbirtingar nema með leyfi Já.

Gögn þessi má ekki afrita í heild eða hluta, svo sem með skjámyndun, prentun eða á annan sambærilegan hátt, án leyfis Já.

Eingöngu er heimilt að nota upplýsingar úr Gagnagrunni og af Kortavef Já til persónulegra nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi Gagnagrunns og Kortavefs Já, hvort heldur sem er í hluta eða heild, í einhverjum öðrum tilgangi en persónulegri notkun, er með öllu óheimil, nema með skriflegu samþykki Já.

Ennfremur er óheimilt, án skriflegrar heimildar Já að (a) afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á Gagnagrunni eða Kortavef Já, (b) vendismíða, afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða Kortavefs Já, (c) nota Gagnagrunn og/eða Kortavef Já á þann hátt að veittur sé aðgangur með fjöldaniðurhali að upplýsingum í kortum og/eða gagnagrunnum, þ.m.t. tölulegum upplýsingum um lengdar – og breiddargráður, myndum og kortagögnum, (d) nota Gagnagrunn og/eða Kortavef Já að hluta eða í heild til samnýtingar með öðrum vörum og/eða forritum, þ.m.t. leiðsögutækjum og smáforritum, (e) nota Gagnagrunn og/eða Kortavef Já til að útbúa gagnagrunna, t.d. af stöðum eða öðrum skráningum.

Fyrirvarar

Já ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði Já eða notanda, eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Já ber ekki ábyrgð á því tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla  eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við Gagnagrunn Já eða Kortavef Já, vafra eða stýrikerfi notanda eða Já, eða af öðrum orsökum kunna að valda því að aðgerðir í Já.is geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Já ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda. Já ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Ennfremur ber Já ekki ábyrgð ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

Allar umsagnir um fyrirtæki og atvinnurekendur sem birtast á vefsíðunni eru frá notendum komnar og stafa aðeins frá þeim. Umsagnir sem birtast á vefsíðunni eru byggðar á huglægu mati notenda vefsíðunnar og ber að túlka þær í samræmi við það. Já veitir hvorki sjálft umsagnir né lætur í ljós skoðanir sínar á fyrirtækjum og atvinnurekendum sem vísað er til á vefsíðunum. Umsagnir kunna að vera birtar sjálfkrafa á vefsíðunni eftir að notendur hafa veitt þær og sent til birtingar. Ber Já enga ábyrgð á efnisinnihaldi slíkra umsagna, hvort heldur sem um ræðir réttmæti þeirra, áreiðanleika eða orðfæri.

Já áskilur sér rétt til þess að loka á netumferð sem brýtur í bága við notkunarskilmála þessa.

Breytingar á skilmálum

Já áskilur sér rétt til þess að ákvarða einhliða þá þjónustu sem veitt er í gegnum Gagnagrunn Já og Kortavef Já á hverjum tíma og eru notendur hvattir til að kynna sér skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma.

Höfundaréttur- Kortavefur Já

Byggt á gögnum frá Landmælingum Íslands, notað með leyfi.

Meðlimir OpenStreetMap-samfélagsins búa til og bæta kortagögn OpenStreetMap, með ODbl leyfi.

Byggt á gögnum frá Vegagerðinni.

Notar gervihnattamyndir frá © Mapbox

Allur réttur að þjónustu Kortavefs Já er áskilinn Já og ofangreindum aðilum. Höfunda- og eignarréttur að tilgreindum gagnasöfnum er í eigu ofangreindra aðila en höfunda- og eignarréttur Kortavefs Já í eigu Já, nema annað sé tekið fram. Höfundaréttur að efni sem birtist á Kortavef Já er upprunalegra leyfishafa í samræmi við höfundalög nr. 73/1972 og öll vörumerki tilheyra skráðum eigendum.

Óheimilt er að nota upplýsingarnar til endursölu nema með leyfi Já og ofan talinna aðila.

Höfundaréttur og takmarkanir á notkun upplýsinga vegna stjörnugjafar

Með því að láta Já í té umsögn um fyrirtæki og/eða atvinnurekanda og vörur hans og þjónustu, veitir umsagnaraðili og/eða höfundur umsagnarinnar hér með Já ótakmarkaðan, einhliða rétt til nýtingar og birtingar umsagnarinnar á þeim vettvangi og með þeirri aðferð og tækni sem Já þóknast, auk þess sem sá aðili veitir Já fullan rétt til að gera önnur eintök af umsögn hans. Fellur sami aðili samhliða frá eigin rétti til nýtingar og birtingar umsagnarinnar á öðrum vettvangi og eintakagerðar af henni og nýtur hann þess réttar ekki eftir að hann hefur sent Já umsögn sína til birtingar, hvorki sjálfur né til framsals annarra aðila.

Birting, nýting og eintakagerð umsagna sem er að finna á vefsíðunni er öðrum aðilum en Já með öllu óheimil án skriflegs samþykkis Já. Brýtur slík notkun gegn lögvernduðum höfundarétti Já og kann meðal annars að varða bótaskyldu.

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt