Hvað er nýtt á Já.is?

Nýtt útlit

Við breyttum öllu útliti vefsins og uppfærðum hann í anda Já.is appsins. 

Hraðari leit og betri uppástungur

Við notum nýjustu tækni í leit og því er leitin orðin mun hraðari. Vefurinn kemur með uppástungur þegar notandi slær inn leitarstreng og ef leitarstrengur inniheldur stafsetningavillur. Þannig flýtir vefurinn fyrir því að notandinn finni hratt og örugglega það sem leitað er að. 

Mismunandi röðun á niðurstöðum

Hægt er að raða niðurstöðum eftir fjarlægð, stafrófsröð eða stjörnugjöf.  Þá er hægt að afmarka niðurstöður þannig að einungis birtist þau fyrirtæki sem eru opn þá stundina með því að haka við Opið núna.

Aðgengi einfaldað

Allir einstaklingar og fyrirtæki hafa nú upplýsingasíðu þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðkomandi og fá leiðarvísun á áfangastað.

Góð ásýnd alls staðar

Við lögðum áherslu á að bæta mobile hluta vefsins og að vefurinn og ásýnd upplýsinga væri góð í hvaða tæki sem er.

Flokkar og leitarorð

Við tókum flokkana út af forsíðunni en það er alltaf hægt að leita eftir leitarorði til að finna það semleitað er að. Prófaðu til dæmis að slá inn málari eða ítalskur matur.

Ábendingar

Til að breyta skráningu eða nýskrá í gagnagrunn Já er hægt að smella á Ábendingar vinstra megin á síðunni.  Þar eru upplýsingar fylltar út og sendar beint inn í þjónustuver okkar sem sér til þess að skráningarnar skili sér.

Ef notendur fá hugmynd að nýrri virkni eða einhverju sem betur mætti fara á vefnum þá hvetjum við til þess að senda okkur almenna ábendingu.

Notendaprófanir

Við lögðum  mikla áherslu á notendaprófanir í þróunarvinnunni til að vefurinn félli sem best að þörfum og óskum notenda. Við fengum margar góðar og gagnlegar ábendingar sem skiluðu sér þannig beint inn í þróunarvinnuna. 

Við erum að leita að einstaklingum sem eru tilbúinir til þess að vinna með okkur í notendaprófunum.  Ef þú vilt vera þátttakandi í notendaprófunum á vörum Já í framtíðinni þá getur þú skráð þig hér og við höfum samband.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt