Já Núna

Sjáðu hver er
að hringja í þig

Sækja Já Núna

mer → Nafn

Já Núna er app fyrir Android-síma sem auðveldar þér lífið. Þegar síminn hringir flettir appið sjálfkrafa upp nafni þess sem er að hringja, og birtir á skjánum. Já Núna birtir líka nafn þess sem þú hringir í, til að ekkert komi þér á óvart.

Hvernig virkar Já Núna?

Í Já Núna getur þú skoðað lista yfir þá sem hafa hringt í þig, og þá sem þú hefur hringt í. Þar getur þú hringt, sent SMS skilaboð og vistað tengilið í símann þinn með auðveldum hætti.

Er Já Núna fyrir mig?

Ef þú átt nýlegan Android síma, þá er svarið líklega já. Appið virkar fyrir stýrikerfi af útgáfu 2.2 eða nýrri.

Hvað kostar Já Núna?

Þjónustan kostar 177 krónur á mánuði, óháð því hversu mörgum símtölum er flett upp. Ef engin uppfletting á sér stað innan mánaðarins, þá greiðir þú ekkert. Fyrsti mánuðurinn er gjaldfrjáls.

Hvar sæki ég Já Núna?

Leiðbeiningar eru hér fyrir neðan.

Já Núna Leiðbeiningar

Skref 1

Sími stilltur á íslensku / ensku

Smella á Sækja Já Núna og velja OK. Athugið að skráin mun ekki skaða símann þinn á nokkurn hátt. Næst þarf að draga niður tilkynningaslá og opna skrána.

Sækja Já Núna

Sækja Já Núna

Skref 2

Sími stilltur á íslensku

Fara í Stillingar velja Öryggi og haka við Óþekktur uppruni. Þá birtist nýr gluggi og þar þarf að smella á OK

Sími stilltur á ensku

Fara í „Settings“ velja „Security“ og haka við „Unknown sources“. Þá birtist nýr gluggi og þar þarf að smella á OK

Skref 3

Sími stilltur á íslensku

Smella á Opna og samþykkja skilmála Já Núna með því að fletta niður og velja Samþykkja.

Sími stilltur á ensku

Smella á „Open“ og samþykkja skilmála Já Núna með því að fletta niður og velja „Agree“.

Frekari leiðbeiningar má nálgast í gengum tölvupóst á
januna@ja.is