Reglur um starfsheiti

Starfsheiti

Til að aðgreina sig frá öðrum er tilvalið að skrá starfsheiti sitt. Okkur hjá Já finnst mjög gaman að því hversu fjölbreytt starfsheiti eru til á skrá hjá okkur, t.d. aðalönd, heljarmenni og tetrisspilari, og hvetjum ykkur til að halda áfram að vera frumleg og skemmtileg.

Það þarf þó alltaf að gæta ákveðins velsæmis og Já áskilur sér því rétt til að neita þeim starfsheitum sem kunna að vera móðgandi, særa blygðunarkennd, lýsa fordómum, vísa til ólöglegs athæfis eða stangast að öðru leyti á við starfsreglur Já.

Ef þú hefur fyrirspurn vegna starfsheitis er þér velkomið að senda hana á starfsheiti@ja.is

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt