Já.is

Stjörnur.is

Um Stjörnur.is

Stjörnur.is er eini íslenski ummælavefurinn þar sem hægt er að gefa /eða skoða stjörnur og ummæli fyrir öll fyrirtæki á Íslandi.

Megin hlutverk Stjörnur.is er að skapa vettvang þar sem neytendur geta lýst sinni upplifun af vöru og þjónustu fyrirtækja og þar með auðveldað öðrum neytendum ákvarðanatöku þegar kemur að vali á þjónustuaðila. Stjörnur.is er einnig vettvangur fyrir fyrirtæki til að fylgjast með upplifun neytenda og gefst þeim þar tækifæri til að taka þátt í samtali við þá og svara ummælum sinna viðskiptavina. Það er von okkar að sem flest fyrirtæki nýti sér það tækifæri og taki virkan þátt í samtali við neytendur.

Í dag er hægt að gefa fyrirtækjum stjörnur í gegnum Stjörnur.is og Stjörnur.is appið. Stjörnugjöf fyrirtækja er einnig sýnileg á Já.is og í Já.is appinu.

Vefinn má skoða hér

Praktísk atriði

  • Ef smellt er á símanúmer fyrirtækja er hægt að hringja beint í þau.
  • Notast er við Facebook auðkenni þegar notendur gefa ummæli.
  • Til að upplifun af snjallsímaforritinu verði sem best þarf að vera í 3G sambandi.
  • GPS samband er misjafnt eftir staðsetningu og er almennt betra utandyra.