Kennitala: 560915-1360
560915-1360
iClean ehf. er alhliða hreingerningafyrirtæki með stór og skýr markmið, að veita þá allra bestu þjónustu sem völ er á þegar kemur að þrifum og verða eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði ræstingarþjónustu á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrirtækið var stofnað og erum við í stöðugum vexti. Árið 2017 var flutt í stærra húsnæði við Dalveg 16C í Kópavogi og er þar starfandi skrifstofa okkar ásamt hágæða þvottahúsi. Þessi vöxtur myndi ekki hafa gerst nema fyrir fjölda ánægðra viðskiptavina okkar og þeirra gæða sem við bjóðum uppá á markaðnum. Framtíðin er björt þegar viðskiptavinir upplifa stöðugleika og fagmennsku við ræstingar og munum við halda áfram að uppfylla þær kröfur.
iClean leggjum mikla áherslu á að gæði ræstinga og samskipti við viðskiptavin séu góð. Við erum með reglulega eftirfylgni, góða kennslu og verkþjálfun starfsfólks sem auðveldar okkur að viðhalda þeim gæðum sem við og viðskiptavinir okkar ætlast til.
Við búum yfir mikilli reynslu á sviði ræstinga og þjónustu við viðskiptavini. Okkar markmið er að allir okkar viðskiptavinir og starfsmenn séu ánægðir og leggja allir sitt af mörkum til að okkar viðskiptavinir njóti þeirra gæða sem þjónustan hefur uppá að bjóða.
Það starfar fjölbreyttur, traustur og góður hópur fólks hjá iClean, traust milli stjórnanda og starfsfólks er mjög gott sem endurspeglast í góðri og faglegri þjónustu við okkar viðskiptavini. Allir starfsmenn hafa hreint sakavottorð og undirrita Þagnar- og trúnaðarskyldu.
Við hjá iClean viljum bætt og betra umhverfi og leggjum áherslu á að nýta efnin vel og velja efni sem eru umhverfisvæn. Alveg frá upphafi höfum við unnið eftir þeim kröfum sem farið er eftir í umhverfismálum og innleitt grænni rekstur í okkar þjónustu.