Kennitala: 480269-4119
480269-4119
Ísfell er leiðandi fyrirtæki í hönnun, sölu og þjónustu á útgerðar-, fiskeldis-, iðnaðar- og öryggislausnum. Þjónusta fyrirtækisins markast af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frammúrskarandi starfsfólki með víðtæka þekkingu á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveg og iðnað.
Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að Lifting Equipment Engineers Association (LEEA). LEEA eru alþjóðasamtök lyftitæknigreina, sem starfa á heimsvísu og eru leiðandi samtök hvað varðar alla starfsemi fyrirtækja sem nota og framleiða hífíbúnað. Starfsmenn Ísfells sækja regluleg námskeið hjá LEEA og sýna fram á kunnáttu sína með skriflegum prófum. Ef ásættanlegur árangur næst í prófum fær viðkomandi starfsmaður prófskírteini útgefið af LEEA sem sýnir fram á hæfni til að taka út hífibúnað hvar sem er í heiminum.
Ísfell sérhæfir sig í sölu á hífi- og fallvarnarbúnað og hefur leyfi til þess að skoða búnað sem skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári. Birgjar Ísfells eru með áratuga reynslu á framleiðslu hífi- og fallvarnarbúnaði, þar með uppfylla þeir alla ströngustu öryggisstaðla sem til iðnaðar eru gerðar.
Með aukinni öryggismenningu er orðið sífellt algengara að fyrirtæki sendi starfsmenn sína á rafræna hífi- og/eða fallvarnarnámskeiðið hjá Ísfelli, þar sem farið er yfir notkun og meðhöndlun slíks búnaðar. Á námskeiðum er lögð áhersla á að minnka slysahættu með réttri meðhöndlun búnaðar og að búnaður endist sem lengst. Að loknu námskeiði, eftir að hafa sýnt fram á þekkingu sína á námsefninu gefur Ísfelli út viðurkenningarskírteini um að viðkomandi hafi tekið námskeið hjá fyrirtækinu með fullnægjandi árangri. Námskeiðið má nálgast á heimasíðu Ísfells: www.isfell.is