Kennitala: 571085-2329
571085-2329
Við erum staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ og fer öll okkar framleiðsla fram þar. Þar erum við einnig með vöruafgreiðslu á öllum pöntunum sem eru sóttar til okkar.
Söluskrifstofan okkar er staðsett við verksmiðjuna og tökum við á móti þér í spjall og ráðgjöf. Það er meira að segja heitt á könnunni.
Íslandshús er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar. Dvergarnir eru undirstöður undir t.d. sumarhús, bílskýli, smáhýsi, sólpalla, girðingar, göngustíga, stiga og brýr, skilti og flaggstangir, íþrótta- og leiktæki ofl. Tengihlutirnir eru sérhannaðir fyrir dvergana.
Íslandshús leggur áherslu á að hanna og framleiða vörur sem hafa kosti og notagildi umfram aðrar hefðbundnar lausnir.
Íslandshús framleiðir fjölbreytt úrval af forsteyptum einingum og tengistykkjum bæði fyrir einkaðila, fyrirtæki og sveitarfélög. Hægt er að nálgast bæklinga og annað efni inn á vefsíðu Íslandshúsa.