Málaskóli Fullorðinsfræðslunnar IceSchool

Ármúla 5, 108 Reykjavík

Kennitala: 680109-0360

Ármúla 5, 108 Reykjavík

Málaskóli Fullorðinsfræðslunnar IceSchool

  • Icelandic for foreigners.Íslenska fyrir útlendinga
  • enska fyrir fullorðna, English for Adults
  • norska allt árið.
  • - Veffang
  • - Netfang

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

 

  

Fullorðinsfræðslan og IceSchool  hefur starfað frá 1989 og er heilsárskóli og býður allt árið upp á 4-vikna hraðnámskeið í tungumálum x 5 daga í viku, morgna, síðdegi og kvöld með þeirri kennslu- og námstækni sem skólinn sjálfur hefur þróað, sem nefnist Móðurmálstækni eða Inter-Lingual-Learning Technique á alþjóðamáli.

 

Bylting í kennslu- og námsaðferðum

Kennslu- og námsaðferð skólans býður upp á hreina byltingu í kennslu- og námsaðferðum- ekki síst í tungumálum: Kennslutæknin,sem þróuð hefur verið af skólanum frá því skólinn hóf störf árið 1989  til að bæta aðferðir við kennslu fullorðinna í ensku til að byrja með og svo ekki síður kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Kennsluaðferðin hefur á þessum nær þremur áratugum margsannað gildi sitt í því nær þrjááratugi..

Betri verkfæri  í tungumálanámi

Námstækni skólans gefur nemendum mun betri verkfæri til að kljást við og skilja í raun hvernig hljóð og stafir virka, Námið byggist því í miklu minna mæli á að muna og læra utan að - eins og í hefðbundnu námi -, heldur byggist náms- og kennslutæknin á mun rauntækari skilningi á virkni málsins.

Meiri skilningur – Meira vit - Minni utanbókarnám

Tungumál er þegar öllu er á botninn hvolft lítið annað en hljóð og hljóðtákn eða bókstafir. Með því að rannsaka og ná dýpri skilningi á þeim lögmálum sem þau varða, fær  námið fastan, áþreifanlegan grunn til að byggja á og byggir í mun minna mæli á utanbókarlærdómi.  Þar af leiðandi er slagorð okkar: Meira vit í tungumálakennslu!

Beintenging í námi !

Skólinn hefur á nær 30 ára tímabili þróað mjög kennsluaðferðir sínar í tungumálum og kennsluaðferð skólans byggist að töluverðu leyti á að nýta sér tengsl og skyldleika tungumála og m.a. á að nýta, sem kostur er, þá þekkingu sem nemandinn hefur þegar, áður en námið hefst, á eigin móðurmáli og ef till öðru eða öðrum tungumálum og yfirfæra þá þekkingu og færni yfir á hið nýja mál sem skal læra. Þannig er reynt að tengja námið við móðurmál hvers og eins með einskonar beintengingu eftir því sem frekast er kostur.

Íslenskt já takk - Alþjóðlegt já takk

Kennsluaðferð í takt við nýja tíma

Náms- og kennslutækni Fullorðinsfræðslunnar og IceSchool tekur mið af hinum fjölþjóðlega og alþjóðlega raunveruleika sem við lifum í og lítur á og kennir tungumál sem lifandi og  breytilegt samskiptaverkfæri eftir þörfum hvers tíma, en ekki dauðan eða heilagan hlut eða helgidóm sem ekki má breytast og skal bundinn í hugmyndafræðilega hlekki þjóðernis- og aðskilnaðarhyggju. Alþjóðavæðing hagkerfisins leiðir af sér alþjóðavæðingu tungumálanna og þannig færast þau stöðugt nær hvort öðru. Því leggur námstæknin fremur áherslu á það sem er sameiginlegt með tungumálum og þjóðum, en það sem skilur að.

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt