Jón Bjarnason

Jón Bjarnason

alþingism og skólastjóri

Dæmi frá Bloggsíðu Jóns:

Að vera: "Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur"

Það er hollt að leita til skrifa Jóns Sigurðssonar þegar við metum styrk okkar sem sjálfstæðrar þjóðar og framkomuna gangvart öðrum þjóðum. Margir hafa reynt að gera orð hans að sínum á hátíðis- og tyllidögum.

Ég er til dæmis ekki í vafa um, hvar Jón Sigurðsson myndi standa í umræðunni um aðild Íslands að ESB og að mínu mati myndi Jón aldrei hafa hleypt þeirri umsókn af stað fengi hann þar um ráðið.[...]

 

Kirkjan svarar ávallt kalli

Stjórnarskráin kveður skýrt á um stöðu þjóðkirkju á Íslandi: 

„62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“.

Margir hafa sótt að kirkjunni á síðustu misserum, starfi hennar og stöðu í samfélaginu. Þrátt fyrir mannlega brotsjói hefur hún staðið það af sér og nú síðast í ráðgefandi atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. Þar var spurt: „Vilt þú að ákvæði um þjóðkirkju sé í stjórnarskrá Íslands?“ Tæp 60% svarenda sögðu já við þeirri spurningu. Ekki er óeðlilegt að um þetta geti verið skiptar skoðanir sem ekki tengjast beint kristinni trú heldur alveg eins stjórnsýslulegri stöðu kirkjunnar sem stofnunar. Ég sagði já við þessari spurningu og þar með leit ég svo á að þar með væri ég að staðfesta óbreytta núverandi stöðu þjóðkirkju Íslands í stjórnarskránni. [...]

 

Staða og framtíð innanlandsflugsins tekin upp á Alþingi.

Í kjölfar frétta um að flugfélagið Ernir hyggist leggja af flug til minni staða  á landsbyggðinni eins og til Gjögurs, Bíldudals, jafnvel Hafnar í Hornafirði og Húsavíkur,  hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvernig Innanríkisráðherra hyggist bregðast við til að tryggja öryggi og framtíð áætlunarflugs til þessara staða. Stjórnvöld verða að bregðast við

Óþarft er að rekja hér  mikilvægi þessa flugs fyrir þjóðina og skyldur við íbúa og atvinnulíf á þessum svæðum. Síðastliðinn vetur lagðist af áætlunarflug til Sauðárkróks þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að svo yrði ekki. Jafnframt voru þá  gefin fyrirheit um að flug til Sauðárkróks yrði tekið upp aftur með haustinu.[...]

 

Glæsilegur sigur kvennalandsliðsins í knattspyrnu

Kvennalandsliðið í knattspyrnu yljar svo sannarlega landanum þessa dagana með frábærri knattspyrnu.

Baráttan og leikgleðin geislaði af hverju andliti í leiknum gegn Úkraínu sem var að ljúka. Þær ætluðu svo sannarlega að vinna, stúlkurnar og gerðu það.

Ég minnist viðtals við Helga Símonarson,  bónda og kennara frá Þverá í Svarfaðardal fyrir nokrum árum. Helgi fyllti vel hundrað árin og hvort það var í viðtali af því  tilefni man ég ekki, en hann var spurður um,  hvað honum finndist skemmtilegast að horfa á í sjónvarpi.

Og Helgi svaraði að bragði, fótbolti, og mótmælti harðlega aumingjaskapnum í ríkissjónvarpinu að sleppa sýningaréttinum á beinum útsendingum frá enska fótboltanum.

Er hann var spurður hvers vegna fótbolti, svaraði hann: "að horfa á fjörugan fótboltaleik er eins og að hlusta á góða musik, maður hrífst með taktinum og hrynjandinni í leiknum".

Þannig fór einnig hjá mér við að horfa á þennan frábæra leik beggja liða, Íslands og Úkraínu í kvöld  á vellinum. En tónsprotinn var verðskuldað í höndum íslenska liðsins.

 Til hamingju stúlkur með glæstan sigur.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt