Leggur heiminn að vörum þér

Kaffihús Kaffitárs

Kennitala: 691010-0660

Kaffihús Kaffitárs

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Upplýsingar

 

Kaffitár, leggur heiminn að vörum þér

Kaffitár er leiðandi kaffifyrirtæki á Íslandi sem hefur það markmið að veita sem flestum þá ánægju að drekka úrvals kaffi. Við rekum kaffibrennslu og átta kaffihús, auk þess sem söludeild okkar þjónustar fjölmarga viðskiptavini okkar um allt land, bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Ástríður eru drifkraftur Kaffitárs og því er ástríðubaunin stór hluti af sjálfsmyndinni sem og tákni fyrirtækisins. Kaffitár gegnir forystuhlutverki á íslenska kaffimarkaðnum.

Starfsfólk Kaffitárs er fróðleiksfúst um allt hvað varðar kaffi og leitar eftir að miðla þekkingu sinni til viðskiptavinarins.

Andlit Kaffitárs eru kaffihúsin og innan veggja þeirra líður viðskiptavininum vel og finnur að lögð hefur verið alúð við hvert smáatriði og að Kaffitár er lifandi staður og skemmtilegur.

Kaffitár er ábyrgt fjölskyldufyrirtæki sem er umhugað um velferð kaffibóndans og að frumkvæði og sköpunargleði starfsfólks fái að njóta sín. Fyrirtækið hefur íslenskar áherslur sem mæta og renna ljúflega saman við menningu hinna fjölbreyttu landa þaðan sem kaffið er upprunið.

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt