Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnusamband Íslands

Komdu í fótbolta

Sími 510 2900
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Vel Gert - Aðgengi Fatlaðra

Á landsleikjum kvenna og karla þá er mjög auðvelt að fá bílastæði merkt fötluðum. Vel er hugsað um sérstök sæti fyrir fatlaða. Með kveðju, Ívar Már Jónsson

- Ivar Mar Jonsson

Sjá öll ummæli (2)
Mótavakt maí-sept virka daga e kl 17 og
um helgar
- Laugardalsvöllur
Upplýsingar

         

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga þeirra félaga innan ÍSÍ, sem iðka og keppa í knattspyrnu.   Alls eru um 90 þúsund einstaklingar hér á landi skráðir íþróttaiðkendur, sem jafngildir því að rúm 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með félagi innan ÍSÍ. Skráðir iðkendur í knattspyrnu eru alls um 23.000 talsins og er um þriðjungur þeirra konur/stúlkur.  Af heildarfjölda skráðra iðkenda af báðum kynjum eru um 17.000 fimmtán ára eða yngri.

 

Hlutverk og tilgangur KSÍ

KSÍ er æðsti aðili knattspyrnumála á Íslandi og er hlutverk þess í meginatriðum:

·         að hafa yfirstjórn íslenskra knattspyrnumála,

·         að vinna að eflingu knattspyrnu í landinu,

·         að setja íslenskri knattspyrnu lög og reglur og að framfylgja þeim,

·         að sjá til þess að knattspyrnulögunum og reglum KSÍ sé fylgt,

·         að standa fyrir knattspyrnumótum á Íslandi,

·         að standa vörð um uppeldislegt gildi knattspyrnu og heiðarlegan leik,

·         að koma fram erlendis fyrir hönd knattspyrnu á Íslandi,

·         að tefla fram landsliðum og félögum í alþjóðlegri keppni.

 

Formaður: Guðni Bergsson

Framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz

Stofnað: 26. mars 1947

Aðild að FIFA: 1947

Aðild að UEFA: 1954

Aðalleikvangur: Laugardalsvöllur, Reykjavík