Markaðsdrifin vefstofa

Koikoi

Hlíðasmára 4, 201 Kópavogi

Kennitala: 510917-0220

Opið til 15:00

Hlíðasmára 4, 201 Kópavogi

Koikoi

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Opið til 15:00

Upplýsingar

Við erum markaðsdrifin vefstofa sem sérhæfir sig  í vefverslunum og stafrænni markaðssetningu. 

Við leggjum áherslu á eigin miðla viðskiptavina okkar. Eigin miðlar eru vefsíðan, tölvupóstur og samfélagsmiðlar og saman eru þetta hagkvæmustu auglýsingaleiðirnar fyrir þig til að auka viðskiptin. 

Við vinnum einnig með Woocommerce, Magento og Saleor vefverslana kerfin en mælum með Shopify þar sem við teljum að það  kerfi sé  öflugast og einfaldast fyrir þig að læra á. Það leiðir til þess að þú  getur áhyggjulaust tekið við vefversluninni og haldið henni við án þess að þurfa að leggja út í óþarfa aukakostnað vegna breytinga á síðunni.

Það sama á við um tölvupóstkerfin, við vinnum einnig með Mailchimp, Campaign Monitor og Zenter en við mælum sérstaklega með Klaviyo kerfinu, einfaldlega vegna þess að það er framúrskarandi á öllum sviðum. Þú færð heildar yfirsýn yfir viðskiptavinin í þessu kerfi og stýrir herferðum á mun einfaldari og áhrifaríkari máta en með öðrum kerfum.

Ekki hika við að hafa samband ef þig langar að kynna þér málið frekar eða kíkja á vefsíðuna okkar til að fræðast betur um þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Hönnun og uppsetning Shopify vefverslana

Allt frá því að notast við tilbúin þemu og í að sérhanna útlit frá grunni, við hönnum söluvænar og fallegar vefverslanir.

Flutningur úr öðrum vefverslunarkerfum yfir í Shopify 

Við hjálpum þér að flytja gögnin yfir í Shopify umhverfið sem er þekkt fyrir yfirburðagetu í sölu á netinu, hversu auðvelt er að læra á kerfið og hversu þæginlegt það er í notkun.

Markaðssetning Shopify vefverslana

Við hjálpum þér að setja upp heildræna stefnu í stafrænum markaðsmálum með árangursdrifinni aðferðafræði til að hjálpa verslun þinni að að auka arðsemi og vöxt.

Uppsetning og tenging Klaviyo við sölukerfi

Við hjálpum þér að setja upp Klaviyo, við framkvæmd og hönnun útlits á fyrstu tölvupóst söluherferðinni ásamt því að stilla kerfin til þess að safna netföngum viðskiptavina.

Sjálfvirknivæðing Klaviyo í tölvupóstsendingum

Sjálfvirk tölvupóstflæði hjálpa þér til dæmis að bæta endurheimt og auka söluna þegar notendur skrá sig á póstlista eða þegar þeir hafa sett vörur í körfu en ekki klárað viðskiptin. 

Náðu auknum vexti með Klaviyo

Með stefnumótun og notkun á Klaviyo hjálpum við þér að auka söluna og rækta betri langtíma sambönd við viðskiptavini þína.