481113-0910
Veitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingarbransanum. Eldhúsinu á Kol stjórnar Sævar Lárusson. Hann hefur unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum landsins. Barnum og salnum á Kol stjórnar Arnór Haukur Diego en hann hefur verið viðloðandi KOL frá upphafi og þekkir hjarta og sál KOL eins og handabakið á sjálfum sér.
Í eldhúsinu á Kol bindum við okkur ekki við neina staka matreiðslustefnu. Við sækjum innblástur úr öllum heimshornum og einbeitum okkur að því að matreiða hágæða hráefni á sem girnilegastan máta.
Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta úr ýmsum áttum. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum.
Barinn
Á barnum á Kol er mikið lagt upp úr hágæða kokteilum. Við forðumst það að nota hráefni sem inniheldur gervi bragð- og litarefni. Við lögum mikið af ýmis konar sírópum og infuserum okkar eigin útgáfur af margs konar áfengi og bjóðum einungis upp á hágæða vörur á barnum. Barinn á Kol er leiðandi ásamt nokkrum öðrum börum í bænum í rísandi kokteilsenu Íslands