Kennitala: 590897-2649
590897-2649
Læknastöðin í Orkuhúsinu sinnir stórum hluta sjúklinga með stoðkerfisvandamál á höfuðborgarsvæðinu en einnig af landinu öllu.
Á skurðstofum félagsins eru gerðar um 5000 aðgerðir á ári. Þetta eru einkum ýmsar liðspeglunaraðgerðir, krossbandsaðgerðir, handa- og fótaaðgerðir. Allt eru þetta dagaðgerðir þar sem sjúklingar fara fljótlega heim að lokinni aðgerð. Móttökustarfsemi Læknastöðvarinnar er umfangsmikil og til okkar leita um 20.000 einstaklingar á ári.
Hjá okkur starfa rúmlega 50 manns, þ.m.t. bæklunarlæknar, svæfingarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, heilbrigðisgagnafræðingar og móttökuritarar.
Við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu við sjúklinga í þægilegu umhverfi.